Hugsmiðjan er Fyrirmyndar­fyrirtæki í rekstri 2023

Við erum stolt af viðurkenningunni og þakklát viðskiptavinum sem treysta okkur fyrir sínum stafrænu lausnum

17.10.2023

„Hugsmiðjan – ein elsta hönnunar- & hugbúnaðarstofa landsins – hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun um aldamótin og þróast með markaðnum. Ragnheiður Þorleifsdóttir framkvæmdastjóri segir reksturinn hafa stigbatnað ár frá ári síðan stjórnendur fóru að leggja meiri áherslu á „mjúku málin“, en fyrirtækið er meðal annars brautryðjandi í styttingu vinnuvikunnar.“ Þetta eru upphafsorðin í viðtalsgrein Viðskiptablaðsins, en Hugsmiðjan hlaut viðurkenninguna nú á dögunum fyrir að vera Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2023.

Við erum stolt af þessari viðurkenningu og einstaklega þakklát okkar viðskiptavinum sem treysta okkur fyrir sínum áskorunum og því að við veitum þeim framúrskarandi þjónustu. Lesa má viðtalið við Ragnheiði Þorleifsdóttur, framkvæmdarstjóra Hugsmiðjunnar, í heild sinni  á vef Viðskiptablaðsins.

Það getur nánast hver sem er sett saman lítinn, einfaldan vef í dag, sem dæmi. Það sem við erum að gera er að fara inn í þung og umfangsmikil hugbúnaðar­verkefni sem krefjast mikillar sérþekkingar – Þessi sem gjarnan eru kölluð stafræn umbreyting. Það er okkar sérstaða.

— Ragnheiður Þorleifsdóttir